Krúttleg leðurblaka leyfir klapp og gælur

Leðurblökur geta verið vinalegustu dýr, ef marka má meðfylgjandi myndskeið. Þar lætur eitt slíkt krútt sér vel lynda að við klapp og gælur eiganda síns. 

Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands eru til 900 tegundir af leðurblökum og er það tæpur fjórðungur allra núlifandi spendýrategunda. Leðurblökur eru ekki hluti af dýralífi Íslands en þær flækjast hingað á nokkurra ára fresti, annað hvort með háloftavindum eða með skipum. Litlar líkur á því að þær geti fest rætur Íslandi þar sem framboð á fæðu þeirra, skordýrum, er takmarkað. 

Það er þó aldrei að vita nema einhver landsmaður lumi á slíkri, rækti skordýr til að gefa henni að éta og klappi henni eins og kisu.