Krakkarnir klikkast yfir sælgætisleysi

Sprenghlægilegt myndband

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hefur undanfarin ár hvatt foreldra til þess að hrekkja börnin sín hressilega á hrekkjavökunni og taka viðbrögð þeirra upp á myndband. Í ár er engin breyting þar á. Hér að neðan má sjá viðbrögð barna sem fá þær upplýsingar að allt sælgætið sem þau lögðu svo hart að sér við að safna, sé nú búið. Viðbrögðin eru hreint út sagt óborganleg. Þetta er auðvitað rosalega kvikindislegt en um leið svo fyndið.