Körfuboltaskot úr 160 metra fjarlægð

Settu 11 heimsmet í körfubolta

Það er ágætis dagsverk að setja 11 heimsmet sama daginn. Nokkrir félagar í Bandaríkjunum sem halda úti sjónvarpsþætti á vefnum, settu fjölda heimsmeta á dögunum í körfuboltaskotum. Þeir settu m.a. niður skot með bundið fyrir augun, sitjandi, aftur fyrir bak og af rúmlega 160 metra hárri byggingu eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.