Klassart þekur Jóhönnu Guðrúnu

Hljómsveitin Klassart frá Sandgerði mætti í hljóðver hjá Njarðvíkingnum hressa Dodda litla á Rás 2 á dögunum og hristi fram þessa framandi útgáfu af laginu Is it true. Jóhann Guðrún gerði lagið ódauðlegt á sínum tíma og hafnaði það í öðru sæti söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2009. Hér taka þau Fríða og Smári lagið á annað plan og hrista ærlega upp í hlutunum.