Keflvíkingar kvöddu Daníel með sóðalegum hætti

Myndband af hrekk Keflavíkurliðsins

Keflvíkingurinn Daníel Gylfason á líklega seint eftir að fyrirgefa liðsfélögum sínum í Keflavíkurliðinu kveðjugjöf sem hann fékk frá þeim um helgina. Daníel, sem heldur til náms í Bandaríkjunum í haust var kvaddur af félögum sínum í Pepsi-deildarliðinu með afar sóðalegum hrekk, ef svo mætti segja. Að sjálfsögðu var allt fest á stafrænt form en hér að neðan má sjá hvernig farið var með kantmanninn knáa.