Kastar frá sér hækjunum og stígur trylltan dans

Maður þarf ekki að endilega að vera ungur og frískur til þess að skemmta sér konunglega. Eldra fólkið kann sannarlega að sletta úr klaufunum, ef marka má þetta myndband sem fylgir hér að neðan. Þar má sjá eldri mann á hækjum sem gjörsamlega missir sig á dansgólfinu. Maðurinn ræður sér ekki fyrir kæti, kastar frá sér hækjunum og stígur trylltan dans. Sá gamli vekur óneitanlega mikla athygli á dansgólfin, enda er hann ekki lengi að næla sér í dansfélaga.