Hræðist mest þegar ég sé sjálfan mig í speglinum

FS-ingur vikunnar - Sigurður Smári Hansson

Sigurður Smári Hansson er áberandi í félagslífi FS enda þarf hann að eigin sögn að taka þátt í öllu. Hann hefur m.a. tekið þátt í Hljóðnemanum en leikur nú í söngleik skólans, Dirty Dancing. Sigurður Smári er 18 ára Garðbúi sem hyggst leggja leiklistina fyrir sig í framtíðinni.

Helsti kostur FS?
Helsti kosturinn er örugglega Heba.

Hjúskaparstaða?
Ég er á föstu.

Hvað hræðistu mest?
Þegar ég vakna á morgnana og sé sjálfan mig í speglinum. Það er eitthvað svo súrealískt við það að horfa á sjálfan sig á morgnana, það er eins og það standi einhver annar þarna á móti mér og brosi til mín.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Kristján skólameistari, ég veit ekki ennþá fyrir hvað en ég finn það á mér að hann muni slá í gegn einn daginn.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Ég held að hann Andri Freyr Baldvinsson fái þann heiður.

Hvað sástu síðast í bíó?
Ég fór á Lífsleikni Gillz og fannst hún alveg ágæt.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Góðan mat...

Hver er þinn helsti galli?
Hvað ég er óþægilega fyndinn.

Hvað er heitasta parið í skólanum?
Júlíus og Hafdís, enginn vafi.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Veita Arnari Má inngöngu.

Áttu þér viðurnefni?
Ég er kallaður Smári.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Það er held ég ekkert eitt sem stendur upp úr ég er með svo gríðarlega skemmtilegan og fjölbreyttan orðaforða.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Mér finnst félagslífið alveg rosa fínt, ég er náttúrulega hálfgerð félagslífs-hóra, ég þarf að taka þátt í öllu!

Áhugamál?
Ég hef gríðalegan áhuga á tón- og leiklist.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Stefnan er tekin í átt að leiklistarbransanum.

Ertu að vinna með skóla?
Nei, ég er ekki að vinna eins og er.

Hver er best klædd/ur í FS?
Það eru svo margir með svo líkan fatastíl að ég get ekki nefnt einhvern einn.

Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt?
Matthew Perry.

Kennari: Haukur Ægis!
Fag í skólanum: Körfubolti
Sjónvarpsþáttur: Breaking Bad
Kvikmynd: Með allt á hreinu er alltaf klassík
Hljómsveit/tónlistarmaður: Hljómsveitin Ingibjörg á hjarta mitt og hug!
Leikari: Eggert Þorleifsson
Vefsíður: Ég er Facebook fíkill
Flíkin: Rauði flauelsjakkinn sem ég er í í Dirty Dancing
Skyndibiti: Subway
Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? That loving feeling