Hraðlestin með tvo hörku slagara

Heyrðu löngu gleymdar perlur frá keflvískum körfuboltaköppum

Þegar Evrópuævintýri Keflvíkinga í körfubolta stóð sem hæst voru menn ansi stórhuga. Ungir og galvaskir leikmenn liðsins á þeim tíma tóku sig til og gáfu út smáskífu með ferskum stuðningsmannalögum til fjáröflunar. Þeir fengu ekki ómerkari menn sér til aðstoðar en Rúnar Júlíusson, Gáluna sjálfa og svo Hjálmana þá Sigga og Kidda.

Textasmíð á lögunum, sem eru tökulög, var í höndum leikmanna og þjálfara. Mælt er með því að hlusta sérstaklega á textana en annar textinn var saminn í mikilli sigurvímu í liðspartý, en hinn við kaffidrykkju í Geimsteini. Leikmenn tóku líka þátt í því að syngja en heyra má Gunnar Stefánsson fyrrum leikmann og aðstoðarþjálfara þenja raddböndin í laginu Áfram Keflavík. Það voru þeir Arnar Freyr Jónsson og Nick Bradford sem sáu um rappið í laginu Koma svo. Hjálmurinn Sigurður Guðmundsson er eins og flestir vita Njarðvíkingur, en hann átti í mestu erfiðleikum með að kyrja áfram Keflavík í bakröddum á laginu.

Diskur með lögunum kom út árið 2004 og gerði það gott í jóladiskaflóðinu.

Heyra má lögin í heild sinni hérna að neðan.

 

Áfram Keflavík.

Koma svo.