Hársbreidd frá stórslysi

Tvær flugvélar rekast næstum saman

Hér má sjá ótrúlegt myndband af því þegar tvær stórar farþegaþotur rekast næstum saman á flugvelli í Barcelona. Önnur vélin, af gerðinni Boeing 767-300 frá Utair, var að koma til lendingar frá Moskvu á meðan hin vélin, af gerðinni Airbus A340-300  frá Argentínu ekur í veg fyrir hana á flugbrautinni. Eins og sjá má mátti engu muna að illa færi, en flugmönnum rússnesku vélarinnar tekst á síðustu stundu að hefja vélina afur til flugs og forða stórslysi. Síðar má sjá þegar rússneska vélin lendir heilu og höldnu á annari flugbraut.