Harðhausinn Statham lendir harkalega

Hollywood harðhausinn Jason Statham þótti eitt sinn efnilegur dýfingarmaður og keppti sem slíkur fyrir Englands hönd í nokkur ár. Myndband af hasarhetjunni þar sem hann keppir í dýfingum árið 1990 er nú komið fram, en þar má glögglega sjá af hverju hann sneri sér alfarið að kvikmyndaleik.