Glæsileg ábreiða frá Marínu

Flott útgáfa af slagaranum Titanium

Keflvíska söngkonan Marína Ósk Þórólfsdóttir hefur sent frá sér einstaklega flotta ábreiðu af laginu vinsæla "Titanium" með David Guetta og Sia. Marína setti rólega útgáfu af laginu á Youtube síðu sína þar sem hún syngur bakraddirnar sjálf, sér um upptöku og masterar lagið án.

Marína Ósk er sem stendur í háskólanámi í djasssöng við Konservatoríuna í Amsterdam og segir um ábreiðuna að „þegar maður á að vera að æfa arpeggíur og gera hljómfræðiverkefni, þá fæðist svona nokkuð.“

Víkurfréttir tóku veglegt viðtal við Marínu í ágúst á síðasta ári sem lesa má hér.

)