FS-ingur: Hræðist mætingasamninga

Aron Ingi Albertsson er 19 ára Keflvíkingur á náttúrufræðibraut í FS. Ef hann fengi einhverju ráðið í skólanum væri boðið upp á KFC í hádeginu en sá skyndibiti er í miklu uppáhaldi. Aron er FS-ingur vikunnar að þessu sinni.

Helsti kostur FS?
Sófarnir inni á skrifstofu.

Hjúskaparstaða?
Á lausu.

Hvað hræðistu mest?
Mætingasamninga.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Ég segi að Ástþór Sindri, Steinn Alexander og Snorri Már muni ná langt í tónlistarheiminum.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Arnór Grétarsson. Ekki fyrir brandarana sína samt.

Hvað sástu síðast í bíó?
Delivery Man, hún stóð ekki undir væntingum.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Góðan mat.

Hver er þinn helsti galli?
Feimni.

Hvað er heitasta parið í skólanum?
Þekki engin pör í skólanum.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Fá starfsmennina á KFC til þess að elda ofan í nemendur í hádeginu.

Áttu þér viðurnefni?
Ronni30

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
RahRah squad.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Frekar slappt.

Áhugamál?
Körfubolti og snjóbretti.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Það er draumur minn að fara út til Bandaríkjanna í háskóla og að geta fengið að spila körfu úti væri líka geggjað. En í augnablikinu ætla ég að einbeita mér að því að klára framhaldsskóla.

Ertu að vinna með skóla?
Neibb, brokeboysquad.

Hver er best klædd/ur í FS?
Thor Andri.

Eftirlætis:
Kennari: Þorvaldur
Fag í skólanum: Stærðfræði
Sjónvarpsþættir: Allt sem er sýnt á BBC Entertainment
Kvikmynd: Boyz N The Hood
Hljómsveit/tónlistarmaður: Migos
Leikari: Leonardo Dicaprio
Vefsíður: Reddit
Flíkin: Það sem er efst á stólnum mínum þann daginn
Skyndibiti: KFC
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Þó mér finnist erfitt að viðurkenna það, þá er pop tónlist rosalega catchy.