Friends leikarar sameinast á sviði

Nýtt atriði úr gamanþáttunum vinsælu

Hér er komið atriðið sem þú sást aldrei í gamanþáttunum vinsælu Friends, sem er einn vinsælasti sjónvarpsþáttur allra tíma. Spjallþáttarstjórnandinn Jimmy Kimmel kom gestum sínum skemmtilega á óvart í þætti sínum þegar hann fékk leikkonurnar úr gamanþættinum vinsæla, þær Jennifer Aniston, Courtney Cox og Lisa Kudrow til þess að leika með sér fremur óvanalegt atriði sem hann skrifaði sjálfur. Aðdáendur þáttanna hafa vafalaust gaman af þessu uppátæki þar sem vinkonurnar standa saman á sviðinu gamla góða.