Freyr fór illa með Víkurfréttir

- Myndband

Knattspyrnuþjálfaranum Frey Sverrissyni er margt til lista lagt. Hann hefur í gegnum tíðina komið fram sem Tobbi trúður við ýmis tækifæri og jafnan slegið í gegn. Það er stutt í glensið hjá Frey eins og starfsfólk Víkurfrétta fékk að sjá í vikunni þegar hann kíkti í heimsókn. Hann framkvæmdi þá áhugavert töfrabragð þar sem hann fór nokkuð illa með blaðið okkar kæra. Sjón er sögu ríkari en myndband af töfrabragðinu má sjá hér að neðan.