Forsetafrúin rappar á rúntinum

Snillingurinn James Corden er mættur aftur á rúntinn en með honum í för að þessu sinni er forsetafrú Bandaríkjanna Michelle Obama. Helstu poppstjörnur heims hafa sest í framsætið hjá þáttastjórnandanum söngelska en nú lætur frú Obama ljós sitt skína. Þessi myndbönd hjá breska grínistanum sem stjórnar spjallþættinum Late Late Show, hafa slegið rækilega í gegn á Youtube. Þau Corden og Obama fá góðan gest í bílinn og rappa m.a. saman í þessu fjöruga innslagi sem sjá má hér að neðan.