Fegurð á Suðurnesjum - MYNDBAND

Saga fegurðarsamkeppna á Suðurnesjum.

Í tímans rás hafa stúlkur frá Suðurnesjum verið farsælar í fegurðarsamkeppnum á lands- og heimsvísu. Segja má að þetta hafi byrjaði allt saman þegar Guðrún Bjarnadóttir frá Njarðvík var kjörin ungfrú heimur 1964.
 
Árið 1986 var keppnin Fegurðardrottning Suðurnesja haldin í þeirri mynd sem við var haldið lengi vel. Viðburðurinn þótti afar vinsæll og héldu saumaklúbbar og vinkvennahópar árshátíðir sínar samhliða þessum kvöldum. Skemmtilegt er að fylgjast einnig með hár- og fatatísku sem tekur ýmsum breytingum á þessum árum. 
 
Í meðfylgjandi myndbandi, sem Keflvíkingurinn Viðar Oddgeirsson birti í dag á Youtube, má sjá skemmtileg myndbrot úr langflestum þeirra fegurðarsamkeppna sem haldnar hafa verið á Suðurnesjum, auk keppninnar þar sem Guðrún Bjarnadóttir var hlutskörpust fyrir 50 árum.