Er með allt of mikla fullkomnunaráráttu

FS-ingur vikunnar - Thor Andri Hallgrímsson

Thor Andri Hallgrímsson er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hann er Njarðvíkingur á 18. aldursári sem hefur áhuga á fótbolta, hestum og tísku. Mark Wahlberg eða Jason Statham myndu sennilega leika hann ef gerð yrði kvikmynd um líf hans. Mark Wahlberg ef hann nær að halda öllu hárinu og Jason Statham ef hann nær því ekki.

Helsti kostur FS?

Allan ársins hring er það hin vel valda stríðsnefnd okkar. Klárlega helsti kosturinn við skólann.

Hjúskaparstaða?
Ég er á lausu.

Hvað hræðistu mest?
Að stíga úr bílnum hans Ásgeirs, maður veit aldrei hvort maður fái þumalinn eða ekki.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Elvar Friðriks í körfubolta.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Teitur Árni, eða Sleggjan úr Njarðlem.

Hvað sástu síðast í bíó?
Sá Lífsleikni Gillz seinast í bíó og fannst hún bara skítsæmileg.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Góðan mat.

Hver er þinn helsti galli?
Er með allt of mikla fullkomnunaráráttu.

Hvað er heitasta parið í skólanum?
Ragnar Friðriks og Andrea Una eru sjóðheit.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Betra wifi er það fyrsta sem mér dettur í hug.

Áttu þér viðurnefni?
Alltaf bara kallaður Thor Andri.


Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Búinn að vera að vinna mikið með „ooh killem“ nýlega.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Það er á uppleið!

Áhugamál?
Fótbolti, hestar og tíska.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Hún er sett á útlandið, stóra spurningin er hvar endar maður og að gera hvað.

Ertu að vinna með skóla?
Nei, ekki eins og er.

Hver er best klædd/ur í FS?
Þeir eru nokkrir sem koma til greina.

Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt?
Annað hvort Mark Wahlberg eða Jason Statham. Mark Wahlberg ef ég næ að halda öllu hárinu og Jason Statham ef ég næ því ekki.

Eftirlætis:
Kennari: Richard
Fag í skólanum: Kristinn Sveinn
Sjónvarpsþættir: Breaking Bad, Dexter, The Big Bang Theory og Two and a half men
Kvikmynd: Shawshank Redemption
Hljómsveit/tónlistarmaður: Drake, The Weeknd , ASAP Rocky, ASAP Ferg og Schoolboy Q. Leikari: Leonardo DiCaprio
Vefsíður: Facebook, twitter og fotbolti.net
Flíkin: 66 úlpan mín
Skyndibiti: Olsen Olsen
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Nýjasta lagið með Tósa Ljósár, Steina Pipar og Snorra Gunn - PLG. Þið getið checkað á því á soundcloud/AppleJews.