Emil í Kattholti hvað?

– festist í mjólkurbrúsa

Öll þekkjum við sögurnar af Emil í Kattholti og strákapörum hans. Í meðfylgjandi myndskeiði sem er að finna á Fésbókinni má sjá rússneskan frænda Emils sem með afar einföldum hætti virðist hafa fest sig ofan í mjólurbrúsa þannig að „Brunavarnir Suðurnesja“ þeirra í Rússlandi þurftu að mæta með dósaopnarann sinn til að bjarga stráksa.