Drottningin „bombaði“ myndina

Sjálf Elísabet Englandsdrottning „bombaði“ mynd hjá áströlskum keppendum á Commonwealth leikunum sem fara fram í Skotlandi um þessar mundir. Sú gamla virtist hafa álíka gaman af uppátækinu og þær stúlkur sem tóku myndina og birtu á samskiptavefnum Twitter, þar sem myndin hefur vakið mikla athygli.

Fyrir þá sem ekki þekkja þá kallast það að „bomba“ myndir þegar maður laumar sér óvelkominn í bakgrunn á ljósmynd eða myndbandi sem einhver annar er að taka.