Drakúla í Mannskaðaflös í Garði?

Margir eru á því að sjálfur Drakúla birtist mönnum sem skoða loftmynd af Garðinum í vefsvæði ja.is. Í Mannskaðaflös, rétt við höfnina í Garði, má með góðum vilja sjá andlit í sjávartjörn í fjörunni.

Á öskudaginn, sem var á miðvikudag, tók sig einhver til að hressti aðeins upp á myndina á ja.is með því að klæða „Drakúla“ í öskudagsbúning. Sjón er sögu ríkari!