Brennandi bíll stakk slökkvilið af!

Þegar slökkviliðið mætti á vettvang var Benz lúxuskerran í ljósum logum. Ljóst að það hafði orðið heitt undir húddinu. Strákarnir voru snöggir til og þrýstingur var kominn á slönguna á örfáum sekúndum. Nú yrði ráðist gegn eldinum.

En… þegar Benz er orðinn sjóðandi heitur, þá er honum illa við að blotna. Hann tók því til sinna ráða og stakk slökkviliðið af. Lét sig bara húrra niður brekkuna. Þar endaði hann hins vegar í faðmlögum við voldugt vegrið og brann til grunna.

Svona á að gera þetta!