Átti fótum fjör að launa undan flugvél

Starfsmaður Gander flugvallar í Kanada átti fótum fjör að launa þegar flugmenn Antonov AN-124 frá Volga-Dnepr voru að losa flugvélina úr hálfgerðri ófærð á flugvellinum.
 
Myndefnið er að finna á Youtube og er talið vera tíu ára gamalt og tekið þann 1. mars 2007 þegar verið var að færa flugvélina til eftir að hafa farið fram af braut.
 
Þess má geta að þessar Antonov AN-124 eru tíðir gestir á Keflavíkurflugvelli en ekki hefur heyrst af viðlíka atviki hér.
 
Sjón er sögu ríkari.