Ásgeir Trausti með hlýja ábreiðu

Hér má heyra frábæra ábreiðu frá Ásgeiri Trausta tónlistarmanni þar sem hann flytur smellinn Stolen Dance með Milky Chance. Hjálmarnir Kiddi og Helgi trommari spila m.a. með honum í laginu en það var tekið upp í áströlskum útvarpsþætti á dögunum. Hér að neðan má sjá flutninginn og svo upprunalegu útgáfuna.