Allt sem þú þarft í útileguna

Blandaðu kokteila á Þjóðhátíð með „The Coolest“

Nú er komin á markaðinn græja sem inniheldur allt sem þú þarf til þess að gera góða útilegu betri. Um er að ræða kælibox sem sem sér ekki eingöngu um að kæla matinn og drykkina þína, heldur er kæliboxið allt í senn blandari, rafhlaða, hátalari, geymsla og upptakari. Svo eru innbyggð ljós í boxinu svo þú þurfir ekki að þreifa eftir drykkjum í ísköldu vatninu þegar rökkva tekur.

Græjan kallast The Coolest og ef marka má kynningarmyndbandið hér að neðan þá er þetta hreinlega ómissandi fyrir næstu Þjóðhátíð, enda myndir þú líklega slá í gegn með ferska kokteila á boðstólnum í Dalnum.