Allir fengu blóm nema Davíð

– sviðsmyndahönnuðurinn gripinn við að borða leikmyndina!

Davíð Örn Óskarsson, sviðsmyndarhönnuður hjá Leikfélagi Keflavíkur, hefur fengið mikið lof fyrir sviðsmyndina í sýningunni Killer Joe. Leikfélagið sýnir verkið um þessar mundir í Frumleikhúsinu við Vesturbraut.

Í lok frumsýningar á verkinu sl. föstudagskvöld var mikið blómahaf í lok sýningar, faðmlög og knús. Davíð virðist hins vegar ekki hafa fengið nein blóm. Hann komst hins vegar óséður, að því hann hélt, í fötu fulla af kjúklingabitum frá KFC. Kjúklingurinn er hluti af leikmyndinni í sýningunni.

Hér sjáum við Jón Bjarna Ísaksson, alblóðugan, með blómin sín og á bakvið hann stendur Davíð og rífur í sig kjúklingalegg.

Fimm stjörnur fyrir þetta! :)

Lestu umfjöllun um Killer Joe hér.