14 ára parkour iðkandi sýnir listir sínar

Hinn fjórtán ára Orri Starrason á rætur að rekja til Suðurnesja og hefur æft parkour íþróttina í þrjú ár hjá Gerplu í Kópavogi. Orri og félagar hans hittast reglulega á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og leika þar listir sínar fjarri vökulum augum foreldra sinna. Iðkendum parkour íþróttarinnar hefur fjölgað hratt undanfarin ár og bjóða nú nokkur félög á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess upp á parkour æfingar auk fimleikafélags Akureyrar. 

Það er orðin árleg hefð hjá mörgum sem stunda íþróttina að útbúa myndband í lok árs yfir afrek ársins sem er að líða. Afrakstur ársins 2014 má sem sagt sjá í meðfylgjandi myndbandi Orra, en áhugasamir geta einnig gerst áskrifendur af YouTube rás hans sem ber heitið orriFREERUN.