Lögguna langar í kleinuhringjavél .....ójá

— Löggan spyr hvort einhver viti hvort vélin sé seld

Kleinuhringjavél sem auglýst er til sölu á netinu hefur vakið áhuga lögreglunnar á Suðurnesjum.
 
Kleinuhringjavélin er auglýst til sölu á 400.000 krónur og er með slökkvikerfi og loftræstingu í borðinu. 
 
„Tilvalið fyrir útihátíðir og aðra viðburði. Einnig fylgir 120 kg af kleinuhringjadeigi (þurrefni) með,“ segir í auglýsingunni.
 
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum deilir auglýsingunni á fésbókasíðu sinni og spyr hvort einhver viti hvort vélin sé seld.
 
„120 kg af deigi með.....ójá,“ segir lögreglan, sem virðist líkleg til að kaupa maskínuna, enda löggur og kleinukringir eitthvað sem sagan segir okkur að eigi að vera saman.