Bannað að reykja við höfnina einu sinni á ári

„Eins og á öðrum íþróttaviðburðum eru reykingar bannaðar á akstursíþróttasvæðum meðan keppni fer fram. Mikil eldhætta er af reykingum og sérstök hætta þar sem eldfimir vökvar eru notaðir. Hafið í huga að akstursíþróttir eru fjölskylduvænir viðburðir og börn og asmasjúklingar eru viðkvæm fyrir óbeinum reykingum. Njótið akstursíþrótta og sýnið gott fordæmi. Sérstakt reyksvæði verður skilgreint þar sem talin er þörf á því“.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akstursíþróttasambandi Íslands. Með öðrum orðum þýðir þetta m.a. að reykingar eru bannaðar við Keflavíkurhöfn einu sinni á ári, þegar þar fer fram Suðurnesjarall Akstursíþróttafélags Suðurnesja.

Þó svo áhorfendur og ökuþórar megi ekki reykja er ekkert sem bannar keppninsbílunum að reykja, eins og sjá má hér að neðan. :)Það er ekkert sem bannar gúmmí-reykingar...