21.04.2013 13:04

Ýmsar kúnstir til að stoppa besta leikmann KR

-sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkurstúlkna eftir góðan sigur á KR

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkurstúlkna í Domino's deildinni í körfubolta sagði að ýmsar kúnstir hafi verið gerðar til að stoppa af besta leikmann deildarinnar sem KR-ingar hafa en liðin áttust við í fyrsta leik úrslitanna í Keflavík í gær. Það hefði þó tekist og góður sigur unnist.

Sigurður er að tala um Shannon McCallum en hún skoraði 26 stig í leiknum en megnið af stigunum í fyrri hálfleik.
Skúli Sigurðsson hjá Karfan.is ræddi við Sigurð eftir leik.