Laugardagur 3. október 2015 kl. 13:00

Vitundarvakning en engar töfralausnir

– Kvennafjöldi hjá Ásdísi Rögnu grasalækni

Það var þétt setinn bekkurinn hjá Ásdísi Rögnu grasalækni sem var með heilsukynningu í verslun Nettó í gærkvöldi. Hún sagði að veruleg vitundarvakning hefði orðið og mikilvægt væri fyrir fólk að byrja að huga að betra mataræði. Það væri hægt að gera svo margt í gegnum það.

„Það eru ekki til neinar töfralausnir og ekki mæli ég með megrunarkúrum. Þetta er spurning um viðhorf og lífsstíl, drekka meira vatn, borða meira grænmeti og vanmeta ekki hvíldina,“ sagði Ásdís meðal annars í spjalli við VF en hún fer betur yfir málin í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta.
Nettó hefur aukið úrval af heilsuvörum á undanförnum árum og hefur sala á þeim aukist jafnt og þétt.