Mánudagur 1. febrúar 2016 kl. 08:46

Vilhjálmur Vilhjálmsson í Hljómahöll

- Söngvaskáld á Suðurnesjum í Sjónvarpi Víkurfrétta

Fyrstu tónleikarnir í tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum verða haldnir í Hljómahöll fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20:00 en þeir verða helgaðir Vilhjálmi Vilhjálmssyni frá Merkinesi í Höfnum.

Fjallað verður um ævihlaup og tónlist þessa ástsæla tónlistarmans í tónlist og tali í notalegri stemmningu í Bergi en flytjendur eru Dagný Gísladóttir, Elmar Þór Hauksson og Arnór B. Vilbergsson.

Flutt verða þekkt lög Vilhjálms eins og söknuður, lítill drengur og bíddu pabbi en einnig verða dregnar fram perlur sem hafa fengið minni hlustun.

Miðasala er á hljomaholl.is og er miðaverð kr. 3.200.