Fimmtudagur 8. júní 2017 kl. 20:00

VF sjónvarp: Ragnheiður Elín ræðir við Kristján Gunnarsson

- í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut og vf.is

Suðurnesjamagasín Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar nú í kvöld kl. 20:00 og aftur kl. 22:00. Þátturinn er fréttatengdur mannlífsþáttur úr smiðju Víkurfrétta.

Ragnheiður Elín Árnadóttir fyrrverandi ráðherra ræddi við Kristján Gunnarsson verkalýðsleiðtoga í Reykjanesbæ. Hann fer fyrir Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Þar er öldin önnur og nú eru sjómenn aðeins liðlega 60 af 5200 félagsmönnum verkalýðsfélagsins.

Í síðari hluta þáttarins kynnum við okkur sjóarann síkáta í Grindavík, sjáum Brimketil og rallökumenn þjóta eftir höfninni í Keflavík, svo eitthvað sé nefnt.