Miðvikudagur 25. september 2013 kl. 09:52

VefTv: Umdeilt atvik í Keflavík

Meintir kynþáttafordómar

Atvik sem átti sér stað í leik Keflavíkur og ÍBV í Pepsi-deild karla sl. sunnudag hefur valdið miklu fjaðrafoki. Keflvíkingar hafa kvartað sáran undan tæklingu sem leikmaður ÍBV, Tonny Mawejje framkvæmdi á Arnór Ingva Traustason miðjumann Keflvíkinga. Keflvíkingar vildu sjá rautt spjald en það gula fór aðeins á loft eftir að Arnór var borinn af velli.

Nú er svo komið að myndband af atvikinu fer eins og eldur um sinu á vefmiðlum, en þar er því haldið fram að Tonny Mawejje hafi orðið fyrir kynþáttarfordómum í kjölfarið. Svo virðist sem að áhorfandi öskri ókvæðisorð að Eyjamanninum í kjölfar tæklingarinnar.

Í myndbandinu sem sjá má hér að neðan en virðist sem svo meintir kynþáttafordómar eigi sér stað (á 2:18 mínútu). Dæmi nú hver fyrir sig.

Arnor tackled from Sportic Players Management on Vimeo.