Mánudagur 29. apríl 2013 kl. 11:34

VefTV: Reiður Teitur Örlygsson

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Grindavíkur..

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í gær. Í þriðja leikhluta virtust Grindvíkingar vera að stinga af og tók Teitur þá leikhlé til að peppa upp sína menn.

Áður en til leikhlésins kom þá skammaði Teitur dómara leiksins hressilega eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Fyrir reiðilesturinn uppskar Teitur óíþróttamannslega villu. Það er svo hægt að lesa í það hvort að Teitur hafi verið að beita sálfræði með framkomu sinni.

Það vita allir sem þekkja Teit að hann er hið mesta ljúfmenni og vænn drengur. Þegar mikið er undir í úrslitaleik líkt og í gær þá getur manni hlaupið kapp í kinn.