Mánudagur 28. október 2013 kl. 23:22

VefTV: Guðmundur Jónsson - Rígurinn kominn aftur

Guðmundur Jónsson, njarðvíski Keflvíkingurinn, var nokkuð brattur í leikslok grannaslagsins í Njarðvík. Hann klæddist Keflavíkurtreyjunni í fyrsta sinn í Ljónagryfjunni en leið þó nokkuð vel að eigin söng. Hann viðurkenndi að hann hafði verið búinn undir ýmislegt en hann hafði gaman af glósum úr stúkunni Njarðvíkurmeginn. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Guðmundur uppalinn Njarðvíkingur sem lék með liðinu til upp alla yngri flokka og langt fram í meistaraflokk. Viðtal við Guðmund má sjá hér að ofan.