Þriðjudagur 24. júní 2014 kl. 13:00

VefTV: Einstakur á allan hátt

Njarðvíkingurinn Rondey Robinson í sjónvarpsviðtali fyrir 18 árum

Aftur leitum við til fortíðar en Víkurfréttir komu höndum yfir skemmtilegt myndband þar sem Rondey Robinson fyrrum leikmaður Njarðvíkur í körfubolta er tekinn tali í sjónvarpsþætti árið 1996. Rondey lék í sex ár með Njarðvík við afar góðan orðstír.

Í viðtali í sjónvarpsþættinum VISA sport segir Rondey m.a. að litlu hefði munað að hann hefði verið sendur heim eftir örfáa leiki með Njarðvíkingum á sínum tíma. Rondey er einnig spurður um þróun íslenska körfuboltans á þeim tíma sem hann lék með Njarðvíkingum. Aðspurður um áhugamálin nefnir Rondey tafl og tónlist, en kappinn rappaði m.a. inn á plötu þegar hann dvaldi hérlendis.

Einnig er rætt við Val Ingimundarson sem þjálfaði Njarðvíkinga á þessum tíma en hann fer lofsamlegum orðum um Rondey. Viðtalið má sjá hér að neðan.

Tengdar fréttir : Leikmenn Orlando Magic í Keflavík