Sunnudagur 27. mars 2016 kl. 14:25

VefTV: Bylting í Tónlistarskóla Grindavíkur

Sérstakar eftirfylgni kennsluaðferðir vekja athygli

Algjör bylting hefur orðið á starfsemi Tónlistarskólans í Grindavík eftir að nýtt og glæsilegt húsnæði var tekið í gagnið. Skólinn hefur svo vakið mikla athygli fyrir sérstakar eftirfylgni kennsluaðferðir sem aðrir skólar hafa svo nýtt sér í kjölfarið. Í skólanum eru 75 nemendur í einkanámi og starfa 10 kennarar við skólann. Starfsemin er umfangsmikil og tengingin við grunnskólann og samfélagið í heild er mikil. Sjónvarp Víkurfrétta skoðaði skólann og starfsemina þar sem rætt var við Ingu Þórðardóttur skólastjóra eins og sjá má hér að neðan.