Fimmtudagur 22. nóvember 2018 kl. 20:30

Upplýsandi og áhugaverður þáttur af Suðurnesjamagasíni

Það er upplýsandi og áhugaverður þáttur af Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á dagskrá Hringbrautar og vf.is í þessari viku. Í þættinum kynnum við okkur flugverndina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en hundruð einstaklinga starfa við flugvernd á Keflavíkurflugvelli allan sólarhringinn, alla daga ársins. 
 
Í þættinum kynnum við okkur einnig Hreysti og heilsurækt eldri borgara í Sandgerði og tökum hús á Magnúsi Orra Arnarsyni fimleikakappa sem tekur á næstunni þátt í Special Olympics.
 
Þátturinn er aðgengilegur í spilaranum hér að ofan. Til að sjá þáttinn í sjónvarpi bendum við á frumsýningu þáttarins á Hringbraut kl. 20:30 og svo á tveggja tíma fresti í heilan sólarhring.