Föstudagur 28. apríl 2017 kl. 09:34

Ungt fólk áberandi í Suðurnesjamagasíni vikunnar

- rapp, snapp, bakstur, söngur og leiklist

Ungt fólk á Suðurnesjum er í fremstu víglínu í þætti vikunnar hjá okkur á Víkurfréttum. Leiklist, bakstur, rapp og hljómlist án landamæra eru viðfangsefni þessarar viku.
 
Í þættinum tökum við hús á Elenoru Rós sem er 16 ára bakaranemi sem lætur gott af sér leiða og bakar fyrir Barnaspítala Hringsins.
 
Við áttum einnig stefnumót við Brynju Ýr Júlíusdóttur sem er allt í öllu þegar kemur að uppsetningu nemenda í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á söngleiknum Hairspray.
 
Rapparinn og snapparinn Kíló eða Garðar Eyfjörð settist niður með okkur í Hljómahöllinni þar sem við ræddum við hann upp rapptónlist og Snappið sem nýtur mikilla vinsælda.
 
Þá förum við á viðburðinn Hljómlist án landamæra í Stapanum.