21.02.2019 20:30

Ungt fólk áberandi í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Ungt fólk á Suðurnesjum er áberandi í Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Þemadagar í grunnskólum hafa staðið yfir síðustu daga og við kíktum í þrjá skóla í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Þar kynntum við okkur hvað nemendur hafa verið að fást við.
 
Við fórum einnig í Reykjaneshöllina og fylgdumst með 500 knattspyrnustjörnum framtíðarinnar í fótbolta á Keflavíkurmóti geoSilica. Við ræddum einnig við stúlkurnar um fótboltann.
 
Undir lok þáttarins kíkjum við svo í Duus Safnahús í Reykjanesbæ þar sem þrjár nýjar sýningar hafa verið opnaðar. Við heyrum í listamanni og sýningarstjórum.