06.06.2012 22:01

Tókst ætlunarverkið

Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði Grindavíkur, segir það eina skipta máli í bikarleikjum að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Það hafi tekist í leiknum gegn Keflavík í kvöld á Nettóvellinum í Keflavík þar sem fram fór leikur Keflavíkur og Grindavíkur í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Grindavík sigraði með einu marki gegn engu í bragðdaufum leik.

Hér að neðan er viðtal við Ólaf sem tekið var eftir leikinn kvöld.