16.02.2013 20:16

Þorleifur: „Völdum daginn til að hitta ekkert“

Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, var daufur í dálkinn eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni í Poweradebikarnum, 79-91. Grindavíkingar voru langt frá sínu besta gegn Stjörnunni í leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega.

„Við byrjuðum illa varnarlega og við völdum daginn til að klikka úr öllum skotunum okkar. Öll opnu skotin okkar fóru ekki ofaní. Við grófum okkur í holu í byrjun leiksins með slæmum varnarleik. Það er ömurlegt að vera svona lélegir í svona leik,“ sagði Þorleifur að leik loknum.

Nánar má heyra í Þorleifi í myndbandinu hér að neðan.