Miðvikudagur 27. janúar 2016 kl. 07:00

Þjálfa stjórnendur í ferðaþjónustu

- Ráðgjafafyrirtækið Skref fyrir Skref í Sandgerði

Ráðgjafafyrirtækið Skref fyrir skref í Sandgerði sérhæfir sig meðal annars í ráðgjöf til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fyrirtækið á einnig í samstarfi við Menntaáætlun Evrópusambandsins og tekur á móti fjölda nemenda ár hvert sem fá verklega þjálfun hér á landi. Nokkrir þeirra hafa starfað hjá Vitanum í Sandgerði.

Sjónvarp Víkurfrétta kíkti í heimsókn á Vitann á dögunum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Hansínu B. Einarsdóttur hjá Skref fyrir skref og Brynhildi Kristjánsdóttur eiganda Vitans.