Föstudagur 26. apríl 2013 kl. 13:57

Svona var lífið í Leirunni

Árið 1931 flutti Magnús Þór Helgason ásamt foreldrum sínum Helga og Jórunni og tveimur bræðrum, Einari og Kristjáni, frá Reykjavík að Hrúðurnesi í Leiru.

Þá hafði faðir hans Helgi Kristjánsson fengið vinnu í vélsmiðju Magnúsar Björnssonar í Keflavík.

Magnús segir í meðfylgjandi myndbandi aðeins frá lífinu í Leirunni og minningum um Unu í Sjólyst. Myndbandið er framleitt af Steinboga kvikmyndagerð í Garði en minningarbrotin eru reglulega birt á vef Sveitarfélagsins Garðs.