Laugardagur 28. júní 2014 kl. 12:57

SVF: Menningarsetur Reykjanesbæjar í Duushúsum

– rætt við Theodór Kjartansson í Sjónvarpi Víkurfrétta

Menningarsetur Reykjanesbæjar er staðsett í Duushúsum í Gróf. Þar eru sýningarsalir Reykjanesbæjar þar sem listasafn bæjarins heldur sínar sýningar, bátafloti Gríms Karlssonar og aðrar sýningar eru í minni sölum. Rúsínan í pylsuendanum er svo Bryggjuhúsið sem nýverið hefur verið gert upp og opnað almenningi. Á útisvæði eru svo Skessan í hellinum við smábátahöfnina og fallbyssa og klippurnar úr þorskastríðinu, auk tundurdufls.

Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Theodór Kjartansson sem er forstöðumaður Duushúsa í Reykjanesbæ.