Laugardagur 16. maí 2015 kl. 10:00

SVF: Hvað ætla Grindvíkingar að gera við 50 milljónirnar á Húsatóftavelli?

Forráðamenn Golfklúbbs Grindavíkur brosa breitt þessa dagana enda undirritðu þeim samning nýverið samning við Bláa Lónið og Grindavíkurbæ um að ljúka framkvæmdum á Húsatóftavelli. Bláa Lónið kemur með 40 milljónir og Grindavíkurbær tíu. Markmiðið er einfalt - að vera með besta völl á Íslandi árið 2017. Páll Ketilsson ræddi við forráðamenn Golfklúbbs Grindavíkur, Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar.

Halldór formaður, Sigmar varaformaður og Róbert vallarstjóri við 3. brautina en heni verður breytt.

Hér má sjá teikninguna sem sýnir breytingarnar á Húsastóftavelli.

Slegið er á milli heimsálfa og í mögnuðu íslensku og fjölbreyttu landslagi. Hér sést frá verðandi 3. teig.