Laugardagur 28. júní 2014 kl. 13:06

SVF: Fyrsta útskrift úr ævintýraleiðsögunámi Keilis

– Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Ástvald Helga Gylfason

Fyrsti hópur leiðsögumanna í ævintýraferðamennsku brautskráðist á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Er þetta jafnframt í fyrsta skipti sem Keilir brautskráir nemendur á vegum erlends háskóla. Við athöfnina fengu 13 nemendur staðfestingu á að hafa lokið átta mánaða háskólanámi í ævintýraferðamennsku (Adventure Sport Certificate).

Ástvaldur Helgi Gylfason fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur með 8,87 í meðaleinkunn. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Ástvald eftir brautskráninguna.