Fimmtudagur 15. maí 2014 kl. 17:56

SVF: Auðlindagarðurinn á Reykjanesi

– Horfðu á Sjónvarp Víkurfrétta í háskerpu hér!

Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri HS Orku segir í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta að líklega hefði Bláa lónið ekki orðið til miðað við regluverkið sem er við lýði í dag því ekki fengist leyfi til að dæla jarðhitavökva frá orkuverinu í Svartsengi út í náttúruna. Albert útskýrir í viðtalinu hvernig svokallaður Auðlindagarður á Reykjanesi hefur þróast frá því orkuverið í Svartsengi var stofnsett. Þar er endurnýtingin á jarðhitavökva sem kemur út úr orkuverunum ein stærsta búbót eða bónus sem engir gátu séð fyrir þegar Hitaveita Suðurnesja var stofnuð.

Viðtalið við Albert er í meðfylgjandi myndskeiði.

Sjónvarp Víkurfrétta // 13. þáttur // Fimmtudagurinn 15. maí 2014 // Seinni hluti