28.04.2017 11:18

Sverrir Þór í skýjunum - lykilleikmenn gætu þó verið á förum

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurstúlkna í Domino’s deildinni í körfubolta segist vera afar ánægður með körfuboltatíðina 2016-2017 en Keflavíkurliðið vann tvöfalt, bikar og deild. Hann segir ungan leikmannahóp viljugan og duglegan, skipaðan karaktermiklum stelpum. Blikur séu þó á lofti með tvo af lykilleikmönnum liðsins sem huga jafnvel að utanför.

Páll Ketilsson ræddi við hann eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir þriðja sigurinn á þreföldum meisturum Snæfells.