14.06.2018 20:00

Suðurnesjamagasín er hér!

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20:00. 
 
Framundan er fjölbreyttur þáttur þar sem við kynnum okkur eldgosavá, alþjóðlegu listahátíðina Ferska vinda, Handverk í Reykjanesbæ og sumarnámskeið fyrir börn. Þá snertum við aðeins á sveitarstjórnarmálum í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis og heyrum í nýjum meirihluta í Reykjanesbæ.
 
Suðurnesjamagasín er vikulegur þáttur Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem fjallað er um menningu, mannlíf og atvinnulíf á Suðurnesjum.