11.05.2018 09:32

Suðurnesjamagasín er hér!

- SAGA MYSTERY BOY, SUÐURNES 2040 OG FLUGSLYS Í FAGRADALSFJALLI

Suðurnesjamagasín var á dagskrá Hringbrautar í gærkvöldi. Hér er þátturi vikunnar.
 
Söngleikurinn MYSTERY BOY eftir Smára Guðmundsson hefur verið sýndur hjá Leikfélagi Keflavíkur síðustu vikur. Nú er sönguleikurinn að fara í Þjóðleikhúsið. Við hittum Smára og hann sagði okkur frá sögunni á bakvið Mystery Boy.
 
Hvernig verður umhorfs á Suðurnesjum árið 2040? Fjórar mismunandi myndir hafa verið dregnar upp og voru kynntar á fundi í vikunni. Við kíktum inn í framtíðina.
 
Minnismerki um flugvélina Hot Stuff hefur verið afhjúpað við Grindavíkurveg. Vélin fórst í Fagradalsfjalli í byrjun maí 1943 og með henni fórst meðal annars yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu á þeim tíma. Við heyrum sögu Hot Stuff í þættinum en byrjum í leikhúsinu með Smára.